Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.1979, Blaðsíða 32
3 2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 Arnfinnur Jónsson varaskátahöfðingi: Skátastarf Skátastarf skiptist aðallega í fjóra aldursflokka. Fyrsti aldursflokkurinn er kallaður ljósálfar/ylfingar og nær yfir 9 og 10 ára aldurinn. Næsti hópurinn nefnist áfangaskátar og nær yfir árin 11 ára til 14 ára. Næstir koma dróttskátar, 15 — 17 ára. Ekkert sérstakt heit er notað yfir skáta 18 ára og eldri, en þeir geta fengist við margvísleg störf. Sumir starfa sem foringjar eða stjórnarmenn í viðkomandi skátafélagi. Aðrir starfa í hjálparsveitum skáta, sem eru til á 11 stöðum á landinu. Enn aðrir taka þátt í ýmsum tíma- bundnum störfum eða tengjast ýmsum samtökum eldri skáta, t.d. St. Georgsgildunum. Samheiti allra þessara hópa og aðila er SKÁTI og er Bandalag íslenskra skáta heildarsamtök þeirra. Banda- lagið sinnir ýmsum sameigin- legum hagsmunamálum skáta. Það sér um menntun foringja og leiðbeinenda og gefur út sérstök verkefni sem skátar starfa að og ákveður próf eða sérstaka verkefnaþætti sem skátarnir reyna að ljúka hverjum á fætur öðrum. Stöku sinnum er reynt að helga starfsár skátanna sérstökum verkefnum. Þannig er t.d. yfir- skrift starfsársins 1978—1979: „Skátalíf er þjóðlíf". Markmið þessa starfsárs er að opna augu skátans fyrir því þjóðlífi sem við lifum í, landsins gögn- um og nauðsynjum, náttúr- unni og fólkinu í kringum okkur. Verkefni ljósálfa/ylfinga á þessu starfsári nefnist „Bærinn minn“ og skiptist í fjögur tímabil sem nefnast: Umgengni, Hvítatímabilið, Menning og Umhverfið. Mark- miðið með þessum verkefnum er að gefa ljósálfunum/ylfing- unum tækifæri til að kynnast bænum sínum og auka virð- ingu þeirra fyrir umhverfinu. Eldri skátarnir hafa unnið að svipuðum verkefnum í vetur undir kjörorðinu „Skátalíf er þjóðlíf". Áfangaskátarnir skipta sínu starfsári í tímabilin: Náttúruvernd, Þjóðin, Atvinnan, Umhverfið. Og svipuð skipting er hjá dróttskátum einnig. Sameigin- legt er öllum starfshópum að þessi verkefni eru einkennandi fyrir starfið í vetur og koma sem uppfylling og að einhverju leiti til viðbótar hinum hefð- bundnum skátaverkefnum. Hér á landi geta krakkar gengið í Skátahreyfinguna um 9 ára gömul. Fyrstu tvö árin gerast piltarnir ylfingar en stúlkurnar ljósálfar. Starfið fer fyrst og fremst fram í sveitum sem í eru u.þ.b. 20 félagar. Er hvoru tveggja til að stelpur og strákar séu saman í sveit eða sveit aðeins fyrir annað kynið. Venjulegast halda sveitirnar fundi einu sinni í viku. Ljósálfarn- ir/yifingarnir byrja á því að kynnast sögu og skipulagi skátahreyfingarinnar. Þau læra lög, heit og kjörorð ljós- álfa/ylfinga og læra um íslenska fánann. Þegar þau hafa lokið þessu hafa þau unnið til merkis sem kallast ljósálfa og ylfinga stjárnan. Þá taka við sér stök starfs- verkefni sem skiptist í erfti- talda sex hluta: 1. Frumbyggjalíf. Þau fræð- ast um náttúruna í kringum Sveit Óðals íslands- meistari 1 bridge 1979 Hjalti Elíasson Rvk. Ásmundur Pálsson Örn Arnþórsson Guðlaugur R. Jóhannsson Einar Þorfinnsson Þórarinn Sigþórsson Rvk. Óli Már Guðmundsson Stefán Guðjohnsen Hörður Arnþórsson Kristinn Bergþórsson Gunnar Guðmundsson Aðalsteinn Jónsson Austurl. Sölvi Sigurðsson Ragnar Björnsson Ólafur Borgþórsson Sveit Óðals Rvk. Jón Hjaltason Jakob R. Möller Guðmundur G. Pétursson Karl Sigurhj artarson Jón Ásbjörnsson Símon Símonarson Úrslit Islandsmótsins í Bridge fór fram á Hótel Loftleiðum, Kristalsal dagana 27. apríl til 1. maí. Eftirtaldar sveitir höfðu unnið sér rétt til þátttöku: Helgi Jónsson Rvk. Helgi Sigurðsson Jón Baldursson Guðmundur P. Arnarson Sverrir G. Ármannsson Örn Guðmundsson Alfreð Alfreðsson Björn Eysteinsson Helgi Jóhannsson Guðmundur G. Sveinsson Halldór Magnússon Suðurl. Haraldur Gestsson Vilhjálmur Pálsson Sigfús Þórðarson Árni Þorvaldsson Sævar Magnússon Sævar Þorbjörnsson Rvk. Guðmundur S. Hermannsson Sigurður H. Sverrisson Valur Sigurðsson Þorlákur Jónsson Skúli Einarsson Úrslit I. umferðar: Helgi — Sævar +3:20 Hjalti — Halldór 13: 7 Þórarinn — Þorgeir 18: 2 Aðalsteinn — Óðal +5:20 I þessari umferð gerðist það helst að sveit Sævars vann sveit Helga 20 +3. Þá fengu Þorgeir Eyjólfsson Rvk. Logi Þormóðsson Sveit óðals íslandsmeistararnir 1979 Óðalsmenn mjög gott start með því að sigra sveit Aðal- steins 20 +5. Úrslit 2. umferðar: Helgi — Hjalti 4:16 Halldór — Þórarinn 7:13 Þorgeir — Aðalsteinn 15: 5 Sævar — Óðal 3:17 í þessari umferð gerðist það helst að sveit Óðals vann nýbakaða Reykjavíkurmeist- ara 17—3. Úrslit 3. umferðar: Þórarinn — Helgi +2:20 Hjalti — Sævar 11: 9 Aðalsteinn — Halldór 4:16 Óðal — Þorgeir 15: 5 í þessari umferð tapaði sveit Þórarinns fyrir sveit Helga með 20 02. Má segja að sveit Þórarins hafi misst af sigri í mótinu með þessu stóra tapi. Úrslit 4. umferðar: Helgi — Aðalsteinn 20:+4 Hjalti — Þórarinn 4:20 Halldór — Óðal 4:16 Sævar —Þorgeir 17: 3 í þessari umferð gerðist það helst að sveit Þórarins vann sveit Hjalta með 20 +4. Og höfðu áhorfendur orð á því að sveit Hjalta hefði aldrei tapað svo stórt í íslandsmóti. Sýnir bezt hvað yfirburðir Þórarins voru miklir að Hjalti skoraði aðeins 1 stig í síðari hálfleik. Úrslit 5. umferðar: Óðal — Helgi 9:11 Aðalsteinn — Hjalti +4:20 Þórarinn — Sævar 16: 4 Þorgeir — Halldór 17: 3 í þessari umferð skeði það helzt að sveit Óðals tapaði sínum fyrsta leik og var það gegn sveit Helga 9:11. Annars hafði sveit Óðals sýnt mesta öryggið í spilamennskunni fram að þessu. Á meðan þessu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.